Að gefa skít í Ísland?

Er Eiður með þessu að segja að hann muni bara spila þá leiki sem henta
honum? Er Ísland ekki nógu merkilegt en að spila með Úrvalsliði Zidane
eða Ronaldo
er nógu gott fyrir hann? Margir hafa sagt að hann hafi beðist undan að
spila á móti Dönum vegna þess að sá leikur skipti ekki máli og hann sé
að berjast fyrir sæti í liði Barcelona,
en hvað voru þá leikirnir á móti N-Írlandi, Lettlandi og Liechtenstein,
voru þeir eitthvað merkilegri, við vorum þegar búnir að drulla upp á
bak og þeir skiptu engujaa nema kannski fyrir Eið sem hafði ekki spilað
alvöru leik í næstum 4 mánuði því hann komst ekki í Barca liðið, en
þegar það er möguleiki þá er landsliðið gefið upp á bátinn til að sýna
stjórn Barca
að hann sé að hugsa um sitt félagslið og vilji vera í sem bestu formi
fyrir það. Ég ætla að vera einn af þeim sem gagnrýnir Eið, ég tek ekki
þátt í þeirri vitleysu að segja að gagnrýni á hann hér heima hafi
fengið hann til að draga sig út úr liðinu, hann er atvinnumaður, þetta
er landsliðið okkar, við eigum rétt á því að segja hvað okkur finnst um
það. Og strákar í landsliðinu, sýnið okkur það að þið getið þetta án
Eiðs alveg eins og þið gerðuð á móti Spáni hér á Laugardalsvellinum,
spilið upp á liðið ekki Eið.
mbl.is Eiður Smári leikur góðgerðarleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Ef ég væri Eiður Smári þá mundi ég nú gera nákvæmlega það sem hann er að gera. Það er nú einu sinni þannig að fótboltinn er vinnan hans, og hann verður að sinna henni, að spila landsleik fyrir smáþjóð eins og ísland er ekki að gera mikið fyrir hans atvinnuferil, plús það að það er líklega það besta sem hefur komið fyrir landsliðið að Eiður spili ekki með, við þurfum hann ekkert.

Hann verður hinsvegar að sýna sig og sanna fyrir öllum þjálfurum í evrópu, þar sem allar líkur eru á því að hann sé á förum frá Barca í janúar, ef hann vill fá eitthvað bitastætt þá verður hann að spila, þeir hjá barca vilja líka seljan svo hann fær að spila leiki núna og koma inná meira en hann hefur gert á þessu ári.

Eiður er ekkert hafinn yfir gagnrýni, en hann á alveg rétt á því að afþakka sæti sitt í landsliðinu, það er engin skyldugur að spila fyrir landið þó honum sé boðið það. Hann er heldur ekki sá eini sem er búinn að draga sig úr landsliðinu. EiðsSmára-syndromið er bara búið að heltaka flest alla íslendinga sem fylgjast með fótbolta, og jafnvel líka þá sem ekki fylgjast með honum, það er miður.

Friður á jörð!  

Signý, 17.11.2007 kl. 20:24

2 Smámynd: Baldvin Már Baldvinsson

Það er gott og blessað að hann spili ekki þennan leik, en kannski þú misskiljir það sem ég var að skrifa, þetta er ekki skítkast, eða svo held ég ekki og þessi leikur skiptir ekki meginmáli í því sem ég var að skrifa um, það sem ég er að tala um afhverju fullfrískur maður að svo virðist og fyrirliði liðisins sér sér ekki fært um að spila þennan leik.

Baldvin Már Baldvinsson, 17.11.2007 kl. 20:35

3 Smámynd: Kolbeinn Karl Kristinsson

Sjaldan hef ég séð jafn ósangjarna umfjöllun.

,,Margir hafa sagt að hann..." og eru þessir mörgu í persónulegu sambandi við Eið Smára?

Það er eins og þegar manneskja verður þjóðþekkt þá hafi allir íslendingar einkarétt á honum og gagnrýni á hann. Ég sé að þú skrifar ekki færslur þegar hann ákveður að koma launalaust til landsins til þess að spila með landsliðinu og hrósar honum þegar honum gengur vel.

Í stað þess að gagnrýna hann ættum við að standa við bakið á honum og fagna því að hann sé smátt og smátt að ná að berjast fyrir sæti í liði sínu, fagna því að hann sé að spila góðgerðarleik gegn fátækt í heiminum og er að standa sig vel. Er sá leikur minna mikilvægur en einhver landsleikur.

Hann er nú einu sinni bara manneskja eins og við og á ekki svona gagnrýni skilið. Hann er ábyggilega að gera sitt besta og það er ábyggilega ekket gaman að reyna að gera öllum til geðs, bæði liði sínu, fjöldskyldunni, íslandi, íslenska landsliðinu, fótboltaáhugamönnum og öllum sem ætla að hafa skoðanir á því hvað hann gerir.

Hann er ábyggilega að reyna að gera sitt besta og það kemur okkur ekkert við ef hann ætlar að sleppa einum leik, við ættum frekar að hvetja hann áfram í staðinn fyrir að vera með ósangjarna og eigingjarna gagnrýni á hann.

,,við eigum rétt á því að segja hvað okkur finnst um það" Hefur þú á einhvern hátt lagt eitthvað til landsliðsins? Hvað hefur þú gert til öðla þér réttindi til gagnrýna Eið Smára og landsliðið annað en að vera fæddur á íslandi.

Hér með staðfestist það þá að Eiður Smári Guðjohnsen íslendingur ber ábyrgð gagnvart Baldvini Má Baldvinsyni öðrum Íslendingi þótt þeir þekkist og hafi ábyggilega aldrei hisst eða talað saman og Eiður ætti að skammst sín fyrir að falast undan ábyrgð gagnvart Baldvini og öðrum íslendingum sem hann þekkir ekki. Er þetta málið?

Hættum að gagnrýna endalaust, það er miklu áhrifaríkara og betra að hrósa og ég efa ekki að Eiður sé að reyna að gera sitt besta, hann er bara manneskja eins og ég og þú og hvorki þú né neinn annar kjáni hefur öðlað sér rétt til að gagnrýna hann bara með því að vera íslendingur.

Kolbeinn Karl Kristinsson, 17.11.2007 kl. 20:40

4 Smámynd: Baldvin Már Baldvinsson

Já þú tekur stórt upp í þig (kannski geri ég það líka, það er fyrir aðra að dæma). En hvað með þá skoðun að hætta að verja hann og verja þegar maður getur það sjálfur en gerir ekki því honum finnst það ekki nógu merkilegt, honum hefur verið tækifæri á því en þá segir hann, ég verð fyrir svo mikilli gagnrýni hér úti að smá gagnrýni heima er ekki þess virði að svara, ekki er þetta orð rétt hjá mér en það hljóðaði einhvað á þá leiðina í viðtali við sýn í aðdraganda leikjanna gegn Lettlandi og Liechtenstein. Ég er rosalega kröfu harður á að vita þessa hluti, afhverju? Því ég lifi fábrotnu lífi og fótbolti spilar stóran þátt í því, svolítið enskur þegar að kemur að því, og þegar að hetjur landsins sjá sér ekki fært að gleðja mitt litla hjarta með því að spila fyrir landsliði, sýnt smá ættjarðar stolt þá verð ég fúll, ég hafði ekki hæfileika til að ná langt sjálfur sem fótbolta maður en hefði ég gert það hefði litla þjóð mín komið fyrst og það er það sem skiptir mig máli.

Baldvin Már Baldvinsson, 17.11.2007 kl. 20:51

5 Smámynd: Kolbeinn Karl Kristinsson

Jæja nú hefur komið í ljós að hann gaf ekki kost á sér í þennan góðgerðaleik og var ekki að æfa með Barcelona heldur var hann heima hjá sér sem þýðir væntanlega að þessar persónulegu ástæður voru í alvörunni persónulegar. hvað vitum við, kannski voru veikindi í fjölskyldunni, kannski missti hann einhvern nákominn. Það skiptir ekki máli, það sem skiptir máli er að hann verður að fá að taka sínar ákvarðanir á sínum forsendum. það er ekki endalaust hægt að taka allar ákvarðanir með aðra í huga, hann reynir að gera sem flestum til geðs en þegar maður er stjarna eins og hann þá getur það reynst ofboðslega erfitt þegar allir ætla að hafa skoðanir á því sem maður gerir. Hann er bara manneskja og ef hann þarf að fá frí út af persónulegum ástæðum þá ber okkur að virða það. Það kallast bara mannasiðir.

Og svo verðurðu líka að átta þig á því að auðvitað svarar hann ekki gagnrýni. Hann getur ekki látið skoðanir annara hafa áhrif á sig og sína líðan. Hann er bara að gera sitt besta og reynir að gera sem flestum til geðs og það sem öðrum finnst á ekki að skipta hann neinu máli enda verða menn brjálaðir ef þeir eru alltaf að spá í hvað öðrum finnst. Stjörnur eru með gagnrýni á sér alla daga úr öllum áttum og menn verða bara að gera sitt besta til að blokka hana frá sér.

Það hlítur að vera nóg að gagnrýna hann fyrir það sem gerist inn á vellinum en þegar maðurinn þarf frí vegna persónulegra mála þá er það hreint út sagt dónaskapur segja að hann sér að gefa skít í Ísland.

Þú segir að ísland væri nr. 1 hjá þér ef þú spilaðir fótbolta. Ok segjum að mamma þín væri að deyja, myndir þú þá bara þurfa að mæta í landsleik eða ættirðu rétt á því að fá að vera með fjölskyldunni í smá tíma og fá að vera í friði frá gagnrýnismönnum eins og þér?

Sýnum tillitsemi, virðingu og smá skilning, þá verða allir glaðir

Kolbeinn Karl Kristinsson, 22.11.2007 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hvað er í gangi?

Höfundur

Baldvin Már Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Leikskólaleiðbeinadi með sterkar skoðanir um allt og helst ekkert

Spurt er

Hvað er verst?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband